Árið 2024 í tölum
25. febrúar 2025
Á árinu 2024 bárust umboðsmanni skuldara 749 umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda, til samanburðar bárust 702 umsóknir á árinu 2023.


Á síðustu árum hefur umsóknum um aðstoð vegna fjárhagsvanda fækkað jafnt og þétt og telst það því til tíðinda að umsóknum fjölgi.
Flestir umsækjendur eru einstaklingar búsettir í leiguhúsnæði.
Sé rýnt í þær umsóknir sem bárust á árinu 2024 vekur helst athygi sú fjölgun sem orðið hefur í hópi fasteignaeigenda en hlutfall fasteignaeigenda var á árinu 2024 17% en aðeins 9 % á árinu 2023.
Þá eru einstaklingar í atvinnu 40% umsækjenda en voru árið 2023 34% umsækjenda.
Tölur ársins bera því með sér aukna aðsókn og breytingu á þeim hóp sem leitar aðstoðar.