Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Sameining ríkisstofnana

Inngangur

Undanfarin misseri hafa orðið miklar breytingar á stofnanauppbyggingu ríkisins. Stofnanir hafa verið sameinaðar, verkefni flutt á milli þeirra eða yfir til sveitarstjórnarstigsins, þær lagðar niður eða fyrirtæki í eigu ríkisins verið seld svo dæmi séu tekin. Allar þessar tilfæringar hafa áhrif á skjalasöfn þessara aðila. Í breytingaferli er mikilvægt að hugað sé strax í upphafi að skjalamálunum og hvernig skuli standa að þeim þegar breytingarnar ganga í gegn. Þannig hefur sameining stofnana og tilfærsla verkefna áhrif á skjalamál allra þeirra aðila sem málið snertir, þ.e. þess aðila sem verkefni er fært til og þess aðila sem verkefni er fært frá. Þá þarf jafnframt að huga að skjalamálum við niðurlagningu stofnana og einkavæðingu ríkisaðila.

Í þessu riti eru leiðbeiningar um hverju skuli huga að í skjalamálum þegar slíkar breytingar verða hjá afhendingarskyldum aðilum ríkisins.

Leiðbeiningarritið samdi Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands en það byggir á kafla um sameiningu sveitarfélaga sem birtist í Handbók um skjalavörslu sveitarfélaga árið 2010. Skjalastjórar Stjórnarráðs Íslands lásu leiðbeiningarritið yfir á vinnslustigi og eru þeim færðar þakkir fyrir. Skjalaverðir á skjala- og upplýsingasviði Þjóðskjalasafns lásu jafnframt yfir ritið og gáfu gagnlegar ábendingar.

Sameining ríkisstofnana

Höfundur: Njörður Sigurðsson
Hönnun og vefsetning: Benedikt Jónsson
Útgefandi: Þjóðskjalasafn Íslands
Laugavegi 162
105 Reykjavík
590 3300

skjalavarsla@skjalasafn.is
radgjof.skjalasafn.is

ISSN 1670-844X

© 2021 Þjóðskjalasafn Íslands [Uppfært 3. desember 2021]