Fara beint í efnið

Rafrænt gagnasafn - Þjóðskjalasafn

Tilkynning um rafrænt gagnasafn

Afhendingarskyldum aðilum ber skylda til að tilkynna öll rafræn gagnasöfn sem þeir nota til opinbers skjalasafns, sbr. reglur um tilkynningu, samþykkt og skil á rafrænum
gagnasöfnum afhendingarskyldra aðila
.

Ákvæði um tilkynningu rafrænna gagnasafna er til þess að Þjóðskjalasafn Íslands geti metið og í framhaldinu úrskurðað hvort og hvaða upplýsingar sem eru geymdar í rafrænum gagnasöfnum afhendingarskyldra aðila skuli afhenda til langtímavarðveislu. Ef Þjóðskjalasafn metur upplýsingar í rafrænu gagnasafni vera varðveisluverðar til lengri tíma skulu þær afhentar samkvæmt reglum um afhendingu á vörsluútgáfum gagna úr rafrænum gagnakerfum afhendingarskyldra aðila.

Tilkynna skal rafræn gagnasöfn að minnsta kosti þremur mánuðum áður en þau eru tekin í notkun. Ef rafrænt gagnasafn hefur þegar verið tekið í notkun skal tilkynna það eins fljótt og auðið er.

Nánar um tilkynningu rafrænna gagnasafna hér.

Tilkynning um rafrænt gagnasafn