Veðbókarvottorð fasteigna orðin stafræn
19. apríl 2022
Sýslumenn halda áfram að stafvæða þjónustu sína en núna er hægt að sækja veðbókarvottorð fasteigna í gegnum stafræna umsókn á Ísland.is hvenær sem er sólarhringsins.
Sýslumenn halda áfram að stafvæða þjónustu sína en núna er hægt að sækja veðbókarvottorð fasteigna í gegnum stafræna umsókn á Ísland.is hvenær sem er sólarhringsins. Vottorðið er samstundis aðgengilegt í lokaskrefi umsóknarferlis og er einnig í stafrænt pósthólf umsækjanda á Ísland.is. Greitt er með greiðslukorti í umsóknarferlinu og er gjaldið 2.000 kr.
Umsóknin er tengd við starfskerfi sýslumanna og geta starfsmenn sýslumanna því fylgst með öllum málum og veitt þjónustu ef þess þarf.
Stafræn veðbókavottorð fasteigna eru hluti af bættri stafrænni þjónustu sýslumanna en á árinu 2021 gáfu sýslumenn út um 6.000 vottorð.