Þrennar kosningar um sameiningu sveitafélaga hinn 19. febrúar n.k.
15. febrúar 2022
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur yfir og hefur verið auglýst eftir því sem tíðkast hefur hjá hverju og einu sýslumannsembætti á opnunartíma embættanna. Óska þarf sérstaklega eftir atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar. Sama á við um þá sem eru í einangrun fram yfir kjördag samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda.
Hinn 19. febrúar nk. fara fram þrennar kosningar um sameiningu sveitarfélaga
Sveitarfélögin eru:
Blönduósbær og Húnavatnshreppur
Snæfellsbær og Eyja-og Miklaholtshreppur
Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur yfir og hefur verið auglýst eftir því sem tíðkast hefur hjá hverju og einu sýslumannsembætti á opnunartíma embættanna. Um kosninguna gilda lög nr.5/1998 og lög nr.24/2000 eftir því sem við á.
Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en kl.10.00 fimmtudaginn 17. febrúar nk.
Þeir, sem að fyrirmælum sóttvarnayfirvalda eru í einangrun fram yfir kjördag, geta beint óskum um kosningu til embættanna fram til kl. 13:00 þann 19. febrúar nk. Beiðni um kosningu skal fylgja staðfesting sóttvarnayfirvalda á því að einangrun vari fram yfir kjördag.
Sýslumaðurinn á Austurlandi, austurland@syslumenn.is
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, vestmannaeyjar@syslumenn.is
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum, vestfirdir@syslumenn.is
Sýslumaðurinn á Vesturlandi, dadij@syslumenn.is
Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu, kosningsmh@syslumenn.is
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, sudurnes@syslumenn.is
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, nordurlandvestra@syslumenn.is
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, nordurlandeystra@syslumenn.is
Sýslumaðurinn á Suðurlandi, sudurland@syslumenn.is
Athygli kjósenda er vakin á því að kjósi þeir hjá kjörstjóra utan þess umdæmis, þar sem þeir eiga lögheimili, skulu þeir sjálfir gera ráðstafanir til að koma atkvæði sínu til skila. Kjörstjóra er þó skylt, sé þess óskað, að koma bréfinu í póst. Er því sérstaklega beint til kjósenda í einangrun, sem vegna sóttvarnaráðstafana fá atkvæði sín ekki afhent persónulega, að hafa þetta í huga og gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að atkvæði geti borist viðeigandi kjörstjórn í tæka tíð.
Framvísa ber persónuskilríkjum við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.
Nánari leiðbeiningar um framkvæmd kosninganna veita starfsmenn sýslumanna á opnunartíma skrifstofa um land allt.