Sýslumenn fá viðurkenningu frá Ísland.is
26. september 2022
Sýslumenn hafa nú náð átta af níu stafrænum skrefum hjá Ísland.is og fengu viðurkenningu fyrir sitt framlag á ráðstefnu Ísland.is Tengjum ríkið s.l. fimmtudag.
Sýslumenn fá viðurkenningu frá Ísland.is fyrir árangur í stafrænni vegferð
Sýslumenn hafa nú náð átta af níu stafrænum skrefum hjá Ísland.is og fengu viðurkenningu fyrir sitt framlag á ráðstefnu Ísland.is Tengjum ríkið s.l. fimmtudag.
Sýslumenn hafa þeir sett sér markmið um að vera leiðandi í rafrænni þjónustu ríkisins með þá framtíðarsýn að veita framúrskarandi þjónustu óháð búsetu og staðsetningu, hvar og hvenær sem er, eftir því sem hentar almenningi hverju sinni. Sýslumenn voru fyrstir stofnana til að færa vefsíðu sína á Ísland.is og hafði sú ákvörðun í för með sér miklar framfarir í þjónustu við almenning, en árlega nýtir um helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna með einum eða öðrum hætti.
Sýslumenn eru hvergi nærri hættir þegar kemur að stafrænni vegferð og munu án efa nálgast níunda skrefið innan tíðar.