Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sýslumenn Forsíða
Sýslumenn Forsíða

Sýslumenn

Byggðagleraugun 2025

11. apríl 2025

Í vikunni hlaut Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra viðurkenningu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem nefnast Byggðargleraugun

Mynd af fulltrúum með viðurkenninguna Byggðagleraugun 2025

Árlega veita Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra viðurkenningu, Byggðargleraugun, til ráðuneytis, stofnunar eða fyrirtæki sem hafa stuðlað að uppbyggingu starfa í landshlutanum eða fjölgað störfum eða verkefnum á svæðinu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra var önnur tveggja stofnana til að hljóta þessa viðurkenningu í ár fyrir framsækið starf í þágu ríkisþjónustu á landsbyggðinni með öflun nýrra verkefna og fjölgun starfa. Í frétt á síðu SSNV segir meðal annars:

„Fjölgun starfsfólks og viðvera á svæðinu endurspegla aukið traust á getu embættisins til að sinna verkefnum með fagmennsku og árangri. Með öflugri þjónustu, fagmennsku og framúrskarandi aðlögunarhæfni að breyttum kröfum hefur sýslumannsembættið á Norðurlandi vestra sýnt fram á að stjórnsýsla ríkisins getur dafnað á landsbyggðinni og jafnframt veitt mikilvægt mótvægi gegn miðstýringu. Embættið er þannig fyrirmynd annarra opinberra stofnana þegar kemur að því að dreifa ríkisþjónustu og störfum með byggðasjónarmið að leiðarljósi“.

Hér má lesa nánar um Byggðargleraugun 2025

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15