Beiðni um úrskurð um sérstakt framlag nú stafræn
29. maí 2024
Stafræn beiðni um úrskurð um sérstakt framlag skv. 60. gr. barnalaga hefur verið sett í loftið
Það helsta:
Stafræn beiðni - Málshefjandi fær beiðnina til rafrænnar undirritunar áður en hún er tekin til meðferðar hjá sýslumanni.
Gagnvirkt viðmót umsóknarferils.
Þægilegra viðmót og minni líkur á villum.
Ekki er lengur nauðsynlegt fyrir málshefjanda að leggja fram skattframtöl og staðgreiðsluyfirlit með beiðni en þau gögn eru sótt beint til Skattsins af starfsmönnum Sýslumanna þegar við á.
Nánari upplýsingar um úrskurð um sérstakt framlag skv. 60. gr. barnalaga: island.is/serstok-framlog-med-barni/urskurdur-um-serstakt-framlag