Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra
10. febrúar 2022
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna þrennra kosninga um sameiningu sveitarfélaga; Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, og Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar, laugardaginn 19. febrúar 2022
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar stendur yfir hjá sýslumönnum vegna kosninga um sameiningu framangreindra sveitarfélaga á auglýstum afgreiðslutíma á hverjum stað fram að kjördegi.
Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum Sýslumannsins á Norðurlandi vestra sem hér segir:
• Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 09:00 til 15:00
• Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 09:00 til 15:00
Miðvikudaginn 16. febrúar nk. verður opið til kl. 19:00 á báðum skrifstofum embættisins.
Kosið verður á HSN Blönduósi og Sauðárkróki í vikunni fyrir kjördag, samkvæmt nánari auglýsingu á hvorum stað.
Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 17. febrúar nk.
Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum við kosninguna.
Sauðárkróki, 10. febrúar 2022
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra