Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fundur um þjónustu Stafræns Íslands

18. júní 2020

Stafrænt Ísland stóð fyrir fundi þriðjudaginn 16. júní frá 9–11 í Hljóðbergi, Hannesarholti.

Stafrænt Ísland


Markmið fundarins var að hefja með formlegum hætti samstarf við stofnanir með kynningu á þeirri þjónustu sem Stafrænt Ísland býður upp á. Straumurinn (X-Road) fékk sérstakan sess en það verkefni á erindi við allar ríkisstofnanir.

Dagskrá:

9.00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra opnaði fundinn.

9.05 Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands fjallaði um verkefni og markmið verkefnastofunnar.

9.35 Brynhildur Þorgeirsdóttir og Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir frá Dómsmálaráðuneytinu héldu kynningu á Réttarvörslugáttinni og mikilvægi stafrænnar þekkingar innan ráðuneyta.

10.05 Kaffihlé

10.20 Vigfús Gíslason, verkefnastjóri Stafræns Íslands fór yfir Strauminn (X-Road) og tengingu stofnana við hann.

11.00 Spurningar. Starfsfólk Stafræns Íslands tók við fyrirspurnum.

Fullt hús var í Hljóðbergi sem og ráðstefnunni streymt beint á YouTube-rás Stafræns Íslands og var mikill áhugi á þeim verkefnum sem unnið er að. Niðurstaða fundarins var að það þyrfti annan fund með haustinu og fara yfir enn fleiri verkefni.

Ísland.is blátt merki


Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.