Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Ísland.is appið - Verkefnasaga

6. febrúar 2023

Ísland.is appið var fyst gefið út vorið 2022. Það vetir aðgang að stafræna pósthólfinu, stafrænu ökuskírteini og fleiri skírteinum og annari nytsamlegri þjónustu beint í símann. Í nýjustu útgáfu appsins geta notendur svo nálgast upplýsingar um eignir sínar, vegabréf og fleira.

Íslandis appið - Verkefnasaga - Hönnun í FIgma

Markmið

Markmiðið með Ísland.is appinu er að gefa notendum kost á því að nálgast sín gögn og nýta sér opinbera þjónustu með þægilegum hætti dags daglega. Þannig getur fólk á ferðinni auðveldlega sótt sér upplýsingar, fengið tilkynningar og nýtt þjónustu hins opinbera beint úr snjallsímanum og í raun verið með ríkið í vasanum. Með appinu er búinn til vettvangur fyrir hið opinbera til að nálgast notendur á þeirra forsendum og nýta sér tæknina til að koma verðmætum upplýsingum og tilkynningum til skila með skilvirkum hætti.

Notendum sem sótt hafa Ísland.is appið fjölgar jafnt og þétt og í febrúar 2023 höfðu hátt í 80.000 manns sótt appið.

Útgáfa 1 - 2022

  • Birting skjala í stafræna pósthólfinu

  • Birting á stöðu stafrænna umsókna hjá ríkisstofnunum

  • Tilkynningar um ný skjöl frá stofnununm

  • Yfirlit yfir ökuréttindi og aðgangur að stafrænu ökuskírteini

  • Staðfesting stafrænna skírteina í appinu með skönnun

  • Birting á persónulegum uppýsingum notanda frá Þjóðskrá

  • Birting á vinnuvéla- og ADR réttindum frá Vinnueftirlitinu og aðgangur að stafrænum skírteinum

  • Birting á skotvopnaleyfi og byssueign auk aðgangs að stafrænu skotvopnaskírteini

Útgáfa 2 - 2023

  • Birting á fasteignum

  • Birting ökutækja

  • Birting á upplýsingum um fjölskyldumeðlimi notanda

  • Upplýsingar um vegabréf notenda og barna þeirra

Þjónustuveitandi:

  • Stafrænt Ísland og ýmsar opinberar stofnanir

Þróunarteymi: