Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf febrúar 2025

24. febrúar 2025

Fréttabréf Stafræns Íslands febrúar 2025.

future of government awards

Stafrænt Ísland tilnefnt til Future of Government Awards

Stafrænt Ísland er tilnefnt í tveimur flokkum alþjóðlegu verðlaunanna Future of Government Awards. Verðlaunin eru veitt árlega til stjórnvalda, tækniteyma og einstaklinga sem vinna að því að bæta opinbera þjónustu við almenning með þróun og innleiðingu stafrænna lausna. Stafrænt Ísland hefur undanfarin ár verið tilnefnt og hlotið fjölda viðurkenninga bæði hérlendis og erlendis fyrir fjölbreytt samstarfsverkefni á sviði stafrænnar þróunar. Sem stendur er Ísland í 5. sæti á heimslista aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna á sviði stafrænnar þjónustu og innviða (eGDI).

Future of Government verðlaunin eru veitt í fimm flokkum og fær Stafrænt Ísland sínar fyrstu tilnefningar í tveimur; sem stafrænt teymi ársins (e. Digital Team of the Year) þar sem horft er til minni teyma sem haft hafa umfangsmikil áhrif í stafrænni umbreytingu síðustu tvö ár, og fyrir þróun opins hugbúnaðar (e. Open Source Creation Award) þar sem viðmiðið er opinn hugbúnaður sem hefur sannað gildi sitt og möguleika þess að stjórnvöld í öðrum ríkjum geti endurnýtt hann.

Flestar þjóðir heims keppast nú við að bæta opinbera þjónustu með hjálp stafrænna lausna og hraða með þeim ýmsum ferlum, hagræða í rekstri og auka jákvæð umhverfisáhrif. Tæknilausnir gera opinberum aðilum enda kleift að gera meira fyrir minna, og mæta betur þörfum borgaranna sem þeir þjóna.

Future of Government verðlaunin beina kastljósinu að teymum og leiðtogum sem skarað hafa fram úr á þessum sviðum. Valnefndir verðlaunanna eru skipaðar alþjóðlegum sérfræðingum og ljóst af tilnefningarlistunum að samkeppnin er hörð.

Bakhjarlar verðlaunanna eru Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), ráðgjafafyrirtækið Public Digital og AWS. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2022.


Umsókn um framhaldsskóla á Ísland.is

Opið er fyrir umsóknir um skólavist á starfsbrautum eru þegar opnar en almenn umsókn fyrir skólaveturinn 2025-2026 opna í mars fyrir eldri nema og lok apríl fyrir nýnema.

Skoða umsókn um framhaldsskóla


Aðgangslyklar innleiddir á Ísland.is

Unnið er að möguleikanum að búa til aðgangslykil (e. passkey) í Ísland.is appinu sem einfaldar notendum að flakka milli appsins og Ísland.is vefsins. Notendur geta þá búið til aðgangslykil í stillingum appsins, sem verður geymdt á tæki notandans, og geta í framhaldinu opnað hlekki frá appinu yfr á vefinn með því að nota fingrafara- eða augnlesara símans í stað rafrænna skilríkja.

Sækja Ísland.is appið


Umsókn um ellilífeyri og tekjuáætlun á Ísland.is

Núna er hægt að sækja um ellilífeyri, hálfan ellilífeyri eða ellilífeyri sjómanna á Ísland.is. Hluti af því að sækja um ellilífeyri er að skila inn tekjuáætlun sem er einnig aðgengileg á Mínum síðum Ísland.is.

Skoða umsókn um ellilífeyri


Gagnastjóri Ísland.is

Þann 17.febrúar lauk umsóknarfresti um starf gagnastjóra Ísland.is. Unnið er nú úr umsóknum en 35 sóttu um starfið.


Viðburðir Stafræns Íslands

  • Stafrænt Ísland lét sig ekki vanta á UT messuna og átti þar góð og gagnleg samtöl við samstarfsaðila sem og notendur.

  • Birna Íris framkvæmdastjóri Stafræns Íslands hélt erindið Gagnaflækja ríkisins á UT messunni þar sem hún fór yfir mikilvæg skref sem framundan eru í gagnaaðgengi.

  • Vinnustofa var haldin fyrir þá ráðgjafa sem eru hluti af ráðgjafaútboði Stafræns Íslands. Markmið námskeiðsins var að deila verkferlum með tilvonandi samstarfsráðgjöfum til að tryggja samræmd vinnubrögð.

  • Birna Íris hélt sömuleiðis erindi á Eolas Digital Government sem fram fór á Írlandi fyrr í mánuðinum. Þar deildi hún með ráðstefnugestum stöðu Íslands þegar kemur að stafvæðingu opinberrar þjónustu.


Meðal verkefna Stafræns Íslands eru:

Umsóknir

  • Staðfesting á skólavist (grunnskóli)

  • Skipta um grunnskóla

  • Afturköllun ellilífeyris

  • Skráning leigusamnings

  • Umsókn um framhaldsskóla

  • Tekjuáætlun TR

  • Tilkynning um netglæp

Umboðskerfi

  • Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja

  • Fósturforeldrar

Stjórnborð

  • Tölfræði pósthólfs fyrir stofnanir

Fundir / kynningar

  • Opin efnisstefnukynning 25.febrúar 2025

  • Vefstjórar 3. mars 2025

  • Þjónustustjórar 5.mars 2025

Ráðstefnur

Global Government Forum Innovation - London 26.mars 2025

Vefir í vinnslu

  • Almannavarnir

  • Dómstólasýslan

  • Framkvæmdasýslan

  • Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

  • Landspítali

  • Lögreglan

  • Rannís

Mínar síður Ísland.is

  • Lyfjaávísanir og lyfjasaga

  • Staða á biðlista

Tilkynningar

  • Lyfjaskírteini rennur út

  • 18 ára afmæli

Stafrænt pósthólf

  • Gagnvirk samskipti

Ráðgjafar Ísland.is

  • Stofnun, rekstur og skyldur fyrirtækja

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.