Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf ágúst 2024

30. ágúst 2024

Fréttabréf Stafræns Íslands ágúst 2024.

Tengjum-rikid-2024-Mailchimp-1200x842

Tengjum ríkið - forskráning

Tengjum ríkið er árleg ráðstefna Stafræns Íslands um stafræna framtíð hins opinbera sem fer að þessu sinni fram á Hilton Reykjavík Nordica þann 26. september 2024.

Yfirskrift ráðstefnunnar er breytingastjórnun með sérstaka áherslu á innleiðingu stafrænnar þjónustu og ferla hjá opinberum aðilum. Dave Rogers, Liz Whitfield og Sara Bowley eru lykilfyrirlesarar ársins en þau hafa öll tekið þátt í og náð góðum árangri í fjölbreyttum og stórum stafrænum umbreytingaverkefnum hjá bresku stjórnsýslunni.

Nánari upplýsingar um þau Dave, Liz og Sara er að finna á vef Stafræns Íslands.

Þá verða erindi frá fimm stofnunum sem hafa náð góðum árangri í innleiðingu stafrænna ferla og Stafrænt Ísland mun kynna þær nýjungar sem eru framundan. Ráðstefnunni lýkur með Stafrænum skrefum stofnana þar sem þeim stofnunum er veitt viðurkenning sem hafa náð góðum árangri í stafrænni innleiðingu.

Að morgni ráðstefnudags verða fjórar vinnustofur sem snúa að þjónustu, tækniumhverfi og þróun, Ísland.is og ávinningi stafrænna verkefna.. Markmið með vinnustofunum er markvisst framlag í þá stafrænu þróun sem er framundan næstu misserin. Þátttakendur á vinnustofunum verða forstöðumenn, rekstrarstjórar, þjónustustjórar, vefstjórar og tæknistjórar hjá hinu opinbera. Vinnustofurnar verða lokaðar en hægt er að óska eftir aðkomu og upplýsingum um vinnustofurnar með því að senda póst á island@island.is með fyrirsögninni Tengjum ríkið vinnustofur.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og forskráning


Gagnarými - kynningarfundur

Kynningarfundur á gagnarýmum (e. Data Spaces) fer fram þann 2. september 2024 í Hannesarholti. Markmið fundarins er að kynna hugtakið gagnarými (e. Data Spaces), núverandi gagnarýmislausnir og ræða hvaða tækifæri gagnarými bjóða upp á.

Lesa nánar um fundinn


Velkominn Umboðsmaður skuldara

Bjóðum umboðsmann skuldara velkominn í hóp stofnana í Ísland.is samfélaginu en þekking þeirra sem og framfærslureiknivél styrkir þjónustu Ísland.is til muna.

Skoða vefsíðu Umboðsmanns skuldara


Nýtt þjónustukerfi hins opinbera

Stafrænt Ísland hefur nýlega gengið frá samningum um sameiginlegt þjónustukerfi Ísland.is og helstu þjónustustofnana ríkisins. Gengið var til samninga að undangengnu útboði.


Defend Iceland og Stafrænt Ísland

Stafrænt Ísland og Defend Iceland hafa skrifað undir samning um samstarf á sviði netöryggis. Tilgangur samningsins er að nýta villuveiðigátt Defend Iceland til að finna öryggisveikleika í kerfum Stafræns Íslands og auka þannig og styrkja varnir gegn netárásum.

Lesa frétt um samstarfið


Stafrænt Ísland og skýjahýsing

Birna Íris framkvæmdastjóri Stafræns Íslands hélt erindi á ráðstefnu Andes er snéri að skýjalausnum. Birna Íris deildi hvernig Stafrænt Ísland hefur nýtt sér skýjalausnir og fór yfir helstu verkefni sem eru framundan í vetur.


Nýjar þjónustur á Ísland.is:

  • Sýslumenn hafa gert starfsleyfi aðgengileg á Mínum síðum Ísland.is.

  • Samgöngustofa hefur nú kennt spjallmenninu Aski allt um flug, siglingar og umferð.

  • Brautskráningargögn Bifröst, Listaháskóla Íslands, Landbúnaðarháskólanum, Hólum, Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands er nú að finna á Mínum síðum Ísland.is.

  • Sýslumenn er komnir með aðgang að vefþjónustu Ísland.is í gegnum Strauminn sem veitir upplýsingar um netfang og símanúmer úr vistuðum stillingum notanda á Ísland.is. Þetta hjálpar til við að fá nýjustu skráningar og ef notandi er aðili að máli sem þarf að tilkynna um uppfærslur á málum.

  • Inna hefur tekið upp nýju innskráningarþjónustu Ísland.is.

  • Tryggingastofnun birtir nú greiðsluáætlanir á Mínum síðum Ísland.is