Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ferðagjöf - verkefnasaga

1. júlí 2020

Allir einstaklingar, með lögheimili á Íslandi, fæddir 2002 og fyrr fá Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr.

Ferðagjöf

Um verkefnið:

Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið. Nánari upplýsingar má finna á ferðalag.is.

Áskorun:

Verkefnið var hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldurs, tímalína og hraði á útfærslu skipti miklu máli enda mikilvægt að almenningur gæti nýtt ferðagjöfina yfir sumarmánuðina.

Lög um Ferðagjöf voru unnin samhliða tæknilegri útfærslu, mikilvægt var að útfærslan uppfyllti löggjöfina og að löggjöfin tæki á öllum útfærsluatriðum.

Ávinningur:

Með skilvirkri tæknilegri útfærslu náðist að bjóða almenning upp að nýta sér lausn sem er viðspyrna inn í íslenska ferðaþjónustu. Ferðaþjónustufyrirtæki geta tekið á móti Ferðagjöfinni á einfaldan hátt með lágmarks vinnu.

Hver voru helstu markmiðin?

  • Markmið var að gera stafræna Ferðagjöf og nýta íslenska tækni.

  • Ferðagjöfin átti að vera einföld í notkun og skemmtilega útfærð.

  • Ferðagjöfin á að virka alls staðar hvort sem viðskiptavinur er að nýta hana á staðnum eða á vef.


Tenglar á verkefni fyrir lesendur (Vefur, Notion, Github eða önnur afurð verkefnisins):

ferdagjof.island.is

ferdalag.is

Samstarfsaðilar:

  • Stafrænt Ísland

  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

  • Ferðamálastofa

Þróunarteymi:

  • Parallel

  • Kosmos og Kaos

  • Vice Versa

  • YaY

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.