Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Er þitt teymi efni í landslið hugbúnaðarfólks?

7. mars 2025

Stafrænt Ísland í samstarfi við Fjársýsluna kallar eftir þátttöku í þróun Ísland.is stærsta hugbúnaðarverkefnis Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem Stafrænt Ísland fer þá leið að leið í innkaupum sínum að efna til útboðs og stilla þannig upp landsliði hugbúnaðarfólks.

islandis vetur

Stafrænt Ísland vinnur að því að aðstoða opinberar stofnanir við að bæta stafræna þjónustu við almenning með því að gera þjónustuna skýrari, einfaldari og hraðvirkari.

Í núverandi útboði eru 20 teymi frá 14 fyrirtækjum sem vinna að stafvæðingu hins opinbera, en afurð þessa útboðs er nýr rammasamningur. Mikið er horft til fyrirkomulags rammasamningsins erlendis enda verkefni þess margverðlaunuð hérlendis sem og erlendis. Aðferðafræðin þykir til fyrirmyndar þegar kemur að opinberum innkaupum, styðja sérstaklega vel við tækniþróun og nýsköpun og byggja brú milli einkageirans og hins opinbera. Til marks um árangur verkefnisins þá hefur Íslands skotist upp í 5.sæti á heimsvísu á örfáum árum hvað varðar stafræna opinbera þjónustu. Þá hefur stafvæðing opinberrar þjónustu verið kortlögð sem eitt stærsta hagræðingartækifæri hins opinbera sem á sama tíma bætir þjónustu og hefur jákvæð umhverfisáhrif.

Að þessu sinni er kallað eftir tveimur tegundum teyma. Annars vegar vefteymi (e. Web Development Team) og hins vegar alhliða teymi (e. Cross Functional Team), en stefnt er að því að gera samning við 20 teymi líkt og í núverandi samningi. Teymum er samkvæmt samningi úthlutað verkefni út frá heildarstigafjölda útboðs.

Þau teymi sem standast útboðskröfur fá tækifæri til að leysa verkefni sem verður kynnt valnefnd.

Auglýsingu fyrir útboðið er að finna á útboðsvef Evrópusambandsins og á Opinberum útboðsvef Íslands. Allar nánari upplýsingar um útboðið veitir Fjársýslanog skulu fyrirspurnir berast í gegnum útboðskerfið.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Stafræns Íslands.

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.