Sjúkratryggingar létu nýverið kanna ánægju og traust meðal notenda heilsugæslustöðva á Íslandi. Könnunin er liður í reglulegu eftirliti Sjúkratrygginga með þjónustu sem veitt er á grundvelli samninga við stofnunina. Niðurstöðurnar nýtast bæði Sjúkratryggingum, heilbrigðisyfirvöldum og heilsugæslustöðvunum sjálfum til stefnumótunar, þróunar og eflingar þjónustu.