Fara beint í efnið
Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Stóraukin þjónusta Sjúkratrygginga við almenning

25. janúar 2024

Sjúkratryggingar hafa undanfarin misseri stórbætt þjónustu við notendur með stafrænum lausnum.

Skjámynd 2024-01-25 135951

Sjúkratryggingar hafa undanfarin misseri stórbætt þjónustu við notendur með stafrænum lausnum. Vegferðin hófst með birtingu upplýsinga gagnvart notendum á nýjan máta og með flutningi á vefsíðu Sjúkratrygginga á Ísland.is árið 2022. Síðan þá hefur umsóknum og þjónustuferlum markvisst verið komið á stafrænt form. Framundan er lokun á Réttindagátt Sjúkratrygginga og verður þá öll þjónusta sem þar var áður flutt á Mínar síður Ísland.is.

Flutningur á þjónustu Réttindagáttar og birting upplýsinga á Mínum síðum var unnin í nokkrum áföngum á árinu 2023 enda var verkefnið gríðarlega umfangsmikið. Með færslunni voru gerðar viðamiklar breytingar á framsetningu þar sem upplýsingar um hvern einstakling eru skráðar á aðgangi viðkomandi og nýtir kerfið umboðsvirkni til að veita forsjáraðilum upplýsingar um börn. Upplýsingar eru nú aðgengilegar í fyrsta sinn á ensku.

Samstarfið við Stafrænt Ísland hefur gengið afar vel og útkoman hefur leitt til lausna sem miða að því að auka aðgengi að upplýsingum og gera almenningi mögulegt að fá helstu upplýsingar í sjálfsafgreiðslu. Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga.

Sjúkratryggingar eiga mikið hrós skilið fyrir framgang sinn og metnað í að bæta þjónustu við notendur sína. Hjá stofnuninni vinnur öflugt fólk og samstarfið árangursríkt. Birna Íris Jónsdóttir framkvæmdastjóri Stafræns Íslands.

Sjúkratryggingar hafa lyft grettistaki í stafrænni þjónustu og bættu aðgengi notenda sinna að eigin gögnum. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við Stafrænt Ísland og samstarfsaðila þeirra á sviði hugbúnaðargerðar.

Birting gagna og þjónusta Sjúkratrygginga á Mínum síðum Ísland.is.

Fyrsti áfangi

Sjúkraþjálfun, talþjálfun og iðjuþjálfun, hjálpartæki og næring. Aðgengilegt frá júní 2023.

  • Yfirlit birt yfir þann kostnað sem Sjúkratryggingar taka þátt í að greiða fyrir einstaklinga sem þurfa á þjálfun að halda. Um er að ræða sjúkra-, tal- og iðjuþjálfun.

  • Yfirlit birt yfir styrki sem Sjúkratryggingar veita vegna kaupa á hjálpartækjum, heyrnartækjum, næringu og sérfæði.

Annar áfangi

Heilsugæsla og tannlæknar. Aðgengilegt frá júlí 2023

  • Upplýsingar birtar um hvar viðkomandi er skráður í heilsugæslu og hjá hvaða heimilislækni ef við á. Saga skráninga og hægt að breyta um heilsugæslu.

  • Upplýsingar um skráðan tannlækni barna og lífeyrisþega. Hægt að breyta skráningu og skoða tannlæknareikninga.

Þriðji áfangi

Lyf og Heilsuyfirlit. Aðgengilegt frá október2023

  • Yfirlit birt yfir þrepastöðu viðskiptavina er kemur að lyfjakaupum.

  • Upplýsingar um lyfjaskírteini.

  • Lyfjareiknivél sem byggir á þrepastöðu viðkomandi.

  • Heilsuyfirlit er lendingarsíða fyrir nýjan heilsuflokk á Mínum síðum. Þar verða helstu upplýsingar sem notandinn vill sjá í yfirliti. Í augnablikinu eru þar upplýsingar frá Sjúkratryggingum t.d. staða sjúkratryggingar og hægt að hlaða niður staðfestingu á sjúkratryggingu.

Fjórði áfangi

Greiðslur og ES kort undir Skírteini. Aðgengilegt í nóvember 2023

  • Upplýsingar um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í heilbrigðisþjónustu einstaklings. 

  • Greiðsluyfirlit sýnir inneign og skuld, ásamt yfirliti reikninga.

  • Upplýsingar um ES kortið er nú aðgengilegt á Mínum síðum.

Nánari upplýsingar um þjónustu Sjúkratrygginga á vefsíðu þeirra á Ísland.is.