Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjónstöðin Forsíða
Sjónstöðin Forsíða

Sjónstöðin

Sjónstöðin Fyrirmyndarstofnun ársins

17. febrúar 2025

Þann 13. febrúar síðastliðinn voru á hátíð Sameykis niðurstöður í vali á Stofnun ársins 2024 tilkynntar. Að þessu sinni var Sjónstöðin ein af þeim ríkisstofnunum sem tilnefndar voru til Stofnunar ársins.

Fyrirmyndarstofnun ársins 2024

Þann 13. febrúar síðastliðinn voru á hátíð Sameykis niðurstöður í vali á Stofnun ársins 2024 tilkynntar. Titlarnir Stofnun ársins – ríkisstofnanir, Stofnun ársins – borg og bær og Stofnun ársins – sjálfseignastofnanir og fyrirtæki í almannaþjónustu eru veittir þeim stofnunum sem þykja framúrskarandi að mati starfsfólks þeirra. Matið byggir á níu þáttum: trúverðugleiki stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti.

Að þessu sinni var Sjónstöðin ein af þeim ríkisstofnunum sem tilnefndar voru til Stofnunar ársins. Af öllum þeim ríkisstofnunum sem tóku þátt í mati á Stofnun ársins hafnaði Sjónstöðin í 6 sæti og í 5 sæti af minni ríkisstofnunum með 5 - 39 starfsmenn. Þá hlaut Sjónstöðin titilinn Fyrirmyndarstofnun ársins, en þann titil hljóta stofnanir í fimm efstu sætunum í valinu á Stofnun ársins. Þetta er stórt stökk fyrir Sjónstöðina en árið 2023 hafnaði hún í 20 sæti.

Starfsfólk Sjónstöðvarinnar er afar stolt og ánægt með þennan árangur.