Þjónusta við notendur
Þjónusta
Sjónstöðin veitir ráðgjöf til blindra, sjónskertra og einstaklinga með samhæfða sjón- og heyrnaskerðingu
Börn
Þjónusta Sjónstöðvar er sniðin að þörfum barns og fjölskyldu og tekur meðal annars mið af aldri barns og sjónskerðingu þess.
Nám
Ráðgjafi Sjónstöðvar leggur mat á stöðu nemandans með tilliti til aðgengis að námi og námsefni.
Sjálfstæði og færni
Sérfræðinga Sjónstöðvar aðstoða við að finna lausn á vandamálum tengdum sjónskerðingu.
Félagsráðgjöf
Á Sjónstöðinni er starfandi félagsráðgjafi sem notendur Sjónstöðvarinnar og aðstandendur þeirra geta leitað til hvað varðar félagsleg úrræði og þjónustu, réttindi, búsetu, lífeyri og fleira.
Tækniráðgjöf
Á Sjónstöðinni starfar tölvu- og tækniráðgjafi sem aðstoðar notendur við að finna tæknilausnir sem henta fyrir blinda og sjónskerta notendur í námi, vinnu og daglegu lífi.
Eldri borgarar
Öllum blindum og sjónskertum eldri borgurum stendur til boða mat, kennsla og úthlutun á hjálpartækjum.