Fara beint í efnið
Sjónstöðin Forsíða
Sjónstöðin Forsíða

Sjónstöðin

Námskeið um leiðsöguhunda

22. nóvember 2024

Fyrirhugað er námskeið fyrir blint og sjónskert fólk um notkun, umhirðu og þjálfun leiðsöguhunda. Námskeiðið er skilyrði þess að eiga inni virka umsókn um leiðsöguhund.

Leiðsöguhundar

Fyrirhugað er námskeið fyrir blint og sjónskert fólk um notkun, umhirðu og þjálfun leiðsöguhunda, sem er skilyrði þess að eiga inni virka umsókn um leiðsöguhund.

Fyrri hluti námskeiðsins verður haldið 10. og 11. desember sem saman stendur m.a af fræðslu og samtali um grunnatriði hundaþjálfunar, umhirðu og umönnun hunda, þjálfunarferli o.fl.

Seinni hluti námskeiðsins verða þrír dagar í lok janúar eða byrjun febrúar og mun nánari dagsetning liggja fyrir fljótlega. Í seinni hluta verður áframhaldandi fræðsla svo og verkleg kennsla þar sem þátttakendum gefst færi á að prófa leiðsöguhund undir leiðsögn hundaþjálfara.

Námskeiðið fer fram á ensku en starfsmaður frá Sjónstöðinni mun aðstoða með þýðingar fyrir þá sem vilja. Vinsamlegast setjið það í athugasemd við skráningu ef óskað er eftir aðstoð vegna þessa.

Staðsetning: Fjarfundarbúnaður heima eða hjá Sjónstöðinni.

Tími: Fyrri hluti 10. og 11. desember kl. 13:00-16:00 í gegnum fjarfundarbúnar,. Seinni hluti í lok janúar eða byrjun febrúar í húsnæði Sjónstöðvarinnar að Hamrahlíð 17.

Leiðbeinendur eru leiðsöghundaþjálfarar frá Kustmarkens leiðsöghundaræktun í Svíþjóð

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hjá Sjónstöðinni í síma 5455800 eða með tölvupósti sjonstodin@sjonstodin.is . Síðasti dagur til skráningar er miðvikudagurinn 4.desember.