Inga Sæland óskar Sjónstöðinni til hamingju
19. febrúar 2025
Inga Sæland, nýr félags- og húsnæðismálaráðherra heimsótti Sjónstöðina á dögunum.


Inga Sæland, nýr félags- og húsnæðismálaráðherra heimsótti Sjónstöðina á dögunum og óskaði starfsfólki til hamingju með góðan árangur í Stofnun ársins 2024 og nýjan titil, Fyrirmyndarstofnun ársins. Inga kom færandi hendi, en hún færði starfsfólki blómvönd og kökur í tilefni þess.
Starfsfólk Sjónstöðvarinnar þakkar Ingu innilega fyrir komuna og gjafirnar.