Stefnumótun stjórnvalda í samgöngumálum er birt í samgönguáætlun.
Innviðarráðherra leggur fram tillögu um stefnu í samgöngumálum, samgönguáætlun, til fimmtán ára, á þriggja ára fresti. Með tillögunni setja stjórnvöld fram stefnu og markmið fyrir allar samgöngur. Samhliða er lögð fram fimm ára aðgerðaáætlun, fyrir fyrsta tímabil stefnunnar og sem er endurskoðuð á minnst þriggja ára fresti.
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt á Alþingi 29. júní 2020. Um er að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi í febrúar 2019. Einnig var samþykkt tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun (aðgerðaáætlun) fyrir fyrsta tímabilið 2020-2024.
Samgönguáætlun verður til í nokkrum þrepum. Ráðherra leggur fram áherslur fyrir samgönguráð sem mótar tillögu að samgönguáætlun. Við undirbúning tillögunnar fer fram víðtækt samráð við hagsmunaaðila, kynningarfundir haldnir en síðasti hlutinn í samráðsferli er samgönguþing sem haldið er reglulega. Að því loknu skilar samgönguráð ráðherra tillögu að samgönguáætlun. Ráðherra leggur svo fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun, sem Alþingi tekur til umfjöllunar. Lög um samgönguáætlun nr. 33/2008
Samgönguáætlun
Samgönguáætlun tekur til stefnu, fjáröflunar og útgjalda allra greina samgangna, þ.e. flugmála, vegamála og siglingamála, þ.m.t. almenningssamgangna, hafnamála, sjóvarna, öryggismála og umhverfismála samgöngugreina. Þar skal skilgreina það grunnkerfi sem ætlað er að bera meginþunga samgangna og gera grein fyrir ástandi og horfum í samgöngum í landinu. Við gerð samgönguáætlunar skal m.a. byggja á þeim meginmarkmiðum að samgöngur séu greiðar, hagkvæmar, öruggar og umhverfislega sjálfbærar auk þess sem þær stuðli að jákvæðri byggðaþróun. Við gerð samgönguáætlunar skal einnig taka mið af eftirfarandi markmiðum:
Að ná fram samræmdri forgangsröð og stefnumótun.
Að ná fram hagkvæmri notkun fjármagns og mannafla.
Að ná fram samræmdu skipulagi samgöngugreina og samstarfi stofnana ráðuneytisins og fyrirtækja á vegum þess.
Samgönguáætlun verður til í nokkrum þrepum. Ráðherra leggur fram áherslur sínar fyrir samgönguráð sem mótar tillögu að samgönguáætlun. Við undirbúning tillögunnar fer fram víðtækt samráð við hagsmunaaðila, kynningarfundir haldnir en síðasti hlutinn í samráðsferli er samgönguþing sem haldið er reglulega. Að því loknu skilar samgönguráð ráðherra tillögu að samgönguáætlun. Það er loks ráðherra sem leggur fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun til umfjöllunar.
Innviðaráðherra skal árlega leggja fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd samgönguáætlunar. Vegagerðin, Samgöngustofa og Isavia ohf. leggja til efni við gerð skýrslunnar.
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt á Alþingi 29. júní 2020. Um er að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi í febrúar 2019. Einnig var samþykkt tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun (aðgerðaáætlun) fyrir fyrsta tímabilið 2020-2024.