Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
Eitt af meginhlutverkum Samgöngustofu er að stuðla að öruggum samgöngum – í umferð, á sjó og í flugi
Viltu læra um umferðina á skemmtilegan og fræðandi hátt, kynna þér öryggi vegfarenda eða skoða umferðaröryggisáætlunina? Hér finnur þú fjölbreytt fræðsluefni og nytsamlegar upplýsingar um umferðaröryggi fyrir alla aldurshópa.
Þarftu að kynna þér fræðsluefni um öryggi á sjó eða öryggisáætlun sjófarenda, þarftu að nálgast öryggishandbók fiskiskipa eða viltu kafa dýpra í rannsóknir um heilsu og öryggi sjómanna? Hér finnur þú fjölbreytt efni um öryggi á sjó og fræðslu sem tengist siglingum og sjómennsku.
Vantar þig leiðbeiningar fyrir einkaflug eða flugskóla, þarftu að nálgast öryggisupplýsingar frá EASA eða kynna þér ramma flugöryggisáætlunarinnar? Hér finnur þú fjölbreytt fræðsluefni og leiðbeiningar tengdar flugöryggi – hvort sem þú ert nemandi, kennari eða fagaðili í flugi.