Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
30. nóvember 2023
Vegna jarðhræringa í nálægð Grindavíkur hefur áður útgefið flug- og drónabann verið framlengt til 15. desember. Fjölmiðlum verða veittar undanþágur með skilyrðum.
21. nóvember 2023
Með nýrri skipaskrá, Skútunni, var tekið upp það verklag, að gefa út haffærisskírteini með fullum gildistíma þótt niðurstaða skoðunar væri dæming 2.
20. nóvember 2023
Árið 2024 verða haldin námskeið fyrir prófdómara flugskírteina á fjölstjórnarvélar 8. febrúar og 12. september í Ármúla 2.
12. nóvember 2023
Vegna líklegs eldgoss í nálægð við Grindavík hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum bannað drónaflug á tilteknu svæði. Bannið hefur þegar tekið gildi og gildir til miðnættis 29. nóvember nk.
8. nóvember 2023
Nú er umsókn ökuritakort orðin stafræn á Ísland.is. Atvinnubílstjórar geta því sótt um og endurnýjað ökuritakort með rafrænni auðkenningu þar sem upplýsingar um ökuréttindi, ljósmynd og undirskrift eru sótt í gagnagrunn sýslumanns.
25. september 2023
Samgöngustofa var meðal fjögurra stofnana sem hlutu viðurkenningu fyrir þau stafrænu skref sem tekin voru á árinu.
Fulltrúanámskeið verða næst haldin miðvikudaginn 17. október hjá Samgöngustofu, Ármúla 2. Síðasti skráningardagur er sunnudagurinn 15. október.
20. september 2023
Samgöngustofa hefur flutt vefsíðu sína yfir á Ísland.is þar sem þarfir notenda eru hafðar í öndvegi. Markmiðið er að nýi vefurinn greiði götu fólks enn frekar, þar verði upplýsingum miðlað með skýrum hætti og þjónusta verði aðgengilegri.
11. september 2023
Starfsmenn hafnarríkiseftirlitsins kyrrsettu í morgun gámaflutningaskipið Vera D (IMO 9290177) sem siglir undir fána Portúgal eftir atvik sem varð í gær við Akurey.
11. ágúst 2023
Af öryggisástæðum hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra ákveðið að banna flug dróna yfir hátíðarsvæði Fiskidagsins mikla á Dalvík, frá því kl. 08:00 laugardaginn 12. ágúst til kl. 08:00 sunnudaginn 13. ágúst.