Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
21. maí 2019
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða yfirlækni á svið eftirlits og gæða. Um er að ræða starf sem felur í sér eftirlit með heilbrigðisþjónustu, gæðastarfi og atvikum sem verða í heilbrigðisþjónustu.
17. maí 2019
Í tilefni af 300 ára afmæli Bjarna Pálssonar, landlæknis verður hans minnst með myndarlegum hætti sunnudaginn 19. maí í samstarfi Seltjarnarneskirkju og Embættis landlæknis. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Í dag eru liðin 300 ár frá því að merkismaðurinn og fyrsti landlæknirinn, Bjarni Pálsson fæddist og er hans minnst af því tilefni.
16. maí 2019
Úrslit liggja nú fyrir í samkeppninni Tóbakslaus bekkur skólaárið 2018-19, sem haldin er meðal tóbakslausra 7., 8. og 9. bekkja í skólum landsins. Tíu bekkir frá átta skólum unnu til verðlauna.
13. maí 2019
Næsti morgunverðarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 15. maí kl. 8:15–10:00 á Grand hótel. Fundarefnið að þessu sinni er hlutverk foreldra í forvörnum.
9. maí 2019
Morgunverðarfundur VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlits Ríkisins um heilsueflandi vinnustaði Er ávaxtakarfa og líkamsræktarstyrkur nóg? var haldinn í Háteigi á Grand Hótel þann 9. maí.
8. maí 2019
Þegar vorar og sólargeislarnir brjótast fram til að veita okkur kærkomna birtu og hlýju, flykkist fólk út til að njóta útiveru og sólarinnar. Sólin gefur okkur hlýju en einnig útfjólubláa geislun sem getur skaðað okkur ef við förum ekki varlega.
7. maí 2019
Embætti landlæknis og Lyfjastofnun fylgjast með alþjóðlegri umfjöllun um brjóstapúða af ákveðinni gerð, vegna tengsla þeirra við sjaldgæft eitilfrumukrabbamein.
3. maí 2019
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur um langt árabil helgað 5. maí umfjöllun um mikilvægi handhreinsunar (handþvottar og handsprittunar) til að fyrirbyggja sýkingar, einkum í heilbrigðisþjónustu.
2. maí 2019
Morgunfundur Embættis landlæknis, VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, og Vinnueftirlits Ríkisins um heilsueflandi vinnustaði verður haldinn í Háteigi á Grand Hótel þann 9. maí. kl. 8.15-10.00.