Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
22. apríl 2024
Gagnvirkt mælaborð sem sýnir bið eftir völdum skurðaðgerðum hefur nú verið uppfært á vefnum.
Mikilvægt er að við höldum uppi þeirri góðu þátttöku sem verið hefur hér á landi í almennum bólusetningum til að koma í veg fyrir faraldra smitsjúkdóma. Og ef almenn þátttaka í bólusetningum er nægilega góð myndast einnig hjarðónæmi í samfélaginu sem verndar þá aðra sem ekki er hægt að bólusetja t.d. vegna aldurs (ungbörn) eða sjúkdóms.
20. apríl 2024
Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu í gærkvöldi vegna mislinga sem höfðu greinst hjá fullorðnum einstaklingi á Norðurlandi. Grunur vaknaði um mislinga og var greining staðfest í kjölfarið. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun í heimahúsi.
18. apríl 2024
Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga hérlendis og innlagna vegna þeirra í viku 14 og 15 og staðan í Evrópu reifuð.
17. apríl 2024
Nýtt tölublað Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, hefur verið gefið út.
11. apríl 2024
Sóttvarnalæknir hefur nú birt gagnvirkt mælaborð með upplýsingum um valda smitsjúkdóma sem eru vaktaðir samkvæmt sóttvarnalögum.
10. apríl 2024
Í síðustu viku greindust tveir fullorðnir einstaklingar með kíghósta á höfuðborgarsvæðinu. Kíghósti hefur greinst af og til á Íslandi og gjarnan komið hrinur á 3-5 ára fresti. Kíghósti greindist síðast á Íslandi árið 2019. Útbreiðsla sjúkdómsins í heiminum hefur farið vaxandi síðustu 20 árin og er sjúkdómurinn landlægur í sumum löndum.
9. apríl 2024
Í Farsóttafréttum að þessu sinni er fjallað um þátttöku í haustbólusetningum og uppfærslu viðbragðsáætlana.
4. apríl 2024
Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.
24. mars 2024
24. mars er alþjóðlegi berkladagurinn, en þann dag árið 1882 lýsti Dr. Robert Koch því yfir að hann hefði uppgötvað orsök berklasjúkdómsins, berklabakteríuna Mycobacterium tuberculosis.