Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
13. september 2019
Fara teymisvinna og vellíðan saman? var yfirskrift morgunfundarins sem VIRK, Embætti landlæknis og Vinnueftirlit Ríkisins gengust fyrir á Grand Hótel í gær, fimmtudaginn 12. september.
11. september 2019
Í ljósi umræðu um lyfjatengd andlát hér á landi, er hér birt yfirlit yfir fjölda lyfjatengdra andláta eftir aldursflokkum á árunum 2014-2018, það er þar sem lyfjanotkun var skráð sem dánarorsök í dánarmeinaskrá.
10. september 2019
Embætti landlæknis hefur tekið saman tölur um bið eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými á fyrri hluta ársins 2019. Í samantektinni má sjá að biðlisti hefur lengst umtalsvert frá árinu 2014 og náði hámarki í lok árs 2018 en hefur heldur styst það sem af er ári.
Í ljósi talsverðrar óvissu sem nú ríkir um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vill embætti landlæknis koma eftirfarandi upplýsingum varðandi starfsréttindi heilbrigðisstarfsmanna á framfæri.
9. september 2019
Embætti landlæknis fylgist með faraldri alvarlegra lungnasjúkdóma í Bandaríkjunum og sem virðist tengdur notkun á rafrettum og tengdum vörum. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum hafa rúmlega 450 manns veikst. Fimm dauðsföll sem rekja má til sjúkdómsins hafa verið staðfest í jafn mörgum ríkjum.
5. september 2019
Í tilefni af Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga mánudaginn 10. september 2019 verður haldið málþing í húsnæði Decode við Sturlugötu 8, milli kl. 15:00 – 17:00. Kyrrðarstundir verða einnig haldnar í kirkjum á landsbyggðinni til að minnast þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi.
4. september 2019
Göngum í skólann var sett í Hofsstaðaskóla í Garðabæ í morgun að viðstöddum góðum gestum. Göngum í skólann hvetur nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla.
2. september 2019
Sóttvarnalæknir hefur gefið út á vef embættisins skýrslu um tilkynningarskylda smitsjúkdóma árið 2018 ásamt yfirliti um starfsemi sóttvarnalæknis á árinu
30. ágúst 2019
Fjallað er um um dánartíðni og dánarmein í nýjum Talnabrunni embættis landlæknis. Höfundar efnis eru Hildur Björk Sigbjörnsdóttir og Jón Óskar Guðlaugsson.
26. ágúst 2019
Embætti landlæknis, VIRK og Vinnueftirlitið gangast fyrir morgunfundi undir yfirskriftinni Fara teymisvinna og vellíðan saman? í Gullteigi á Grand Hótel fimmtudaginn 12. september kl. 8.15-10.00.