Heilsa og vellíðan jarðarbúa hefur batnað undanfarna áratugi. Enn er þó til staðar ójöfnuður í heilsu eftir löndum, svæðum og þjóðfélagshópum, þ.á.m. á Íslandi. Fer þessi ójöfnuður síst minnkandi. Þetta hefur komið fram í greiningarvinnu alþjóðastofnana, rannsóknum fræðafólks og greiningum embættis landlæknis á gögnum rannsóknarinnar Heilsa og líðan Íslendinga.