Embætti landlæknis birtir nú upplýsingar um fæðuframboð, kg/íbúa á ári, á Íslandi fyrir árið 2020. Slík birting var síðast unnin árið 2014 en vegna mikils fjölda erlendra ferðamanna undanfarin ár hefur ekki verið hægt að greina á milli neyslu þeirra og neyslu landsmanna á matvælum. Árið 2020 voru hins vegar fáir erlendir ferðamenn hér á landi og einnig ferðuðust Íslendingar mest innanlands. Þótt fæðuframboðstölur veiti ekki beinar upplýsingar um neyslu matvæla gefa þær vísbendingar um þróun á mataræði þjóðarinnar.