Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
25. apríl 2022
Inflúensa af A/H5 stofni hefur greinst í sýnum úr ýmsum sjófuglum og fleiri tegundum fugla.
Nú er kominn sá árstími þegar fólk flykkist út til að njóta útiveru og sólar. Sólin gefur okkur kærkomna birtu og hlýju en einnig útfjólubláa geislun sem getur skaðað okkur ef við förum ekki varlega.
20. apríl 2022
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að 80 ára og eldri bjóðist fjórði skammtur af bóluefni ef a.m.k. 4 mánuðir eru liðnir frá þriðja skammti.
13. apríl 2022
Yfirstandandi bylgja ómíkron afbrigðisins er enn á mikilli niðurleið hér á landi þrátt fyrir að engar opinberar sóttvarnir hafi verið í gildi frá 25. febrúar sl.
11. apríl 2022
Athöfn vegna úthlutunar styrkja úr Lýðheilsusjóði fór fram í dag, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
8. apríl 2022
Í nýjum Talnabrunni embættis landlæknis er fjallað um líðan fullorðinna Íslendinga árið 2021 samanborið við árin á undan hvað varðar andlega heilsu, streitu, svefn, einmanaleika, hamingju og velsæld.
7. apríl 2022
Nýtt tölublað Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, hefur verið gefið út. Að þessu sinni er fjallað um líðan fullorðinna, einkum hvað varðar andlega heilsu, svefn, streitu, einmanaleika, hamingju og velsæld.
6. apríl 2022
Í ljósi fækkunar COVID-19 smita í samfélaginu verður uppfærslum á tölulegum upplýsingum á covid.is fækkað.
1. apríl 2022
Með tilkomu ómíkron afbrigðis SARS-CoV-2 veirunnar sem veldur COVID-19 varð gífurleg aukning á smitum í samfélaginu á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Ómíkrón greindist fyrst í desember 2021 en hafði náð yfirhöndinni yfir delta afbrigðinu í janúar 2022.
30. mars 2022
Sóttvarnalæknir mun nú gefa út batavottorð vegna COVID-19 á grundvelli staðfestrar COVID-19 / SARS-CoV-2 sýkingar erlendis. Byggir þetta á reglugerð ráðherra nr. 777/2021 um reglugerð ESB nr. 2021/953 frá 14. júní 2021 og breytingu ESB nr. 2022/256 frá 22. febrúar 2022.