COVID-19 smit erlendis viðurkennd til útgáfu batavottorðs á Íslands
30. mars 2022
Sóttvarnalæknir mun nú gefa út batavottorð vegna COVID-19 á grundvelli staðfestrar COVID-19 / SARS-CoV-2 sýkingar erlendis. Byggir þetta á reglugerð ráðherra nr. 777/2021 um reglugerð ESB nr. 2021/953 frá 14. júní 2021 og breytingu ESB nr. 2022/256 frá 22. febrúar 2022.
Þeir sem greinast með COVID-19 / SARS-CoV-2 smit smit erlendis og framvísa vottorði um jákvætt PCR eða mótefnavakahraðpróf sem uppfyllir ákveðin skilyrði geta fengið samevrópskt batavottorð útgefið á Íslandi. Sjálfspróf eða mótefnamælingar eru ekki tekin gild.
Með samevrópsku batavottorði er átt við EU Digital COVID Certificate (EU DCC). Athugið að batavottorð er í fyrsta lagi hægt að gefa út 11 dögum eftir dagsetningu prófs sem gaf jákvæða niðurstöðu.
Umsóknir um batavottorð eru sendar gegnum rafræn gagnskil á vef embætti landlæknis. Sjá nánari leiðbeiningar.
Útgáfa batavottorðs hérlendis er á ábyrgð sóttvarnalæknis sem metur hvort vottorð um smit erlendis fullnægi ákveðnum skilyrðum. Ef erlenda vottorðið er viðurkennt er samevrópskt batavottorð sent viðkomandi. Umsóknir eru afgreiddar svo fljótt sem unnt er.
Fyrirspurnir er hægt að senda á mottaka@landlaeknir.is með efnislínu: Vottorð um fyrra COVID-19 smit.
Sóttvarnalæknir