Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
25. nóvember 2022
Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra á haustmánuðum og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.
24. nóvember 2022
Nýverið var birt viðbragðsáætlun fyrir vinnustaði vegna skyndilegs andláts starfsmanns eða náins ástvinar starfsmanns.
21. nóvember 2022
Föstudaginn 18. nóvember var haldið málþing á vegum sóttvarnalæknis í tilefni Evrópudags vitundarvakningar um sýklalyf í húsnæði embættis landlæknis. Málþingið var tekið upp til að gera sem flestum kleift að horfa og hlusta á erindin.
18. nóvember 2022
Dagurinn 18. nóvember er sérstaklega helgaður vitundarvakningu um sýklalyf hjá Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC). Sama dag hefst vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfja á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).
8. nóvember 2022
Embætti landlæknis hefur birt samantekt um bið eftir völdum skurðaðgerðum og ítarlegar tölulegar upplýsingar.
Einelti er alvarleg tegund ofbeldis sem hefur víðtækar samfélagslegar afleiðingar og börn sem eru beitt einelti geta glímt við afleiðingar þess ævilangt. Eineltisforvarnir eru lýðheilsumál enda getur einelti haft áhrif á lífsgæði og heilsu bæði þolenda og gerenda til lengri og skemmri tíma.
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á heilbrigðisupplýsingasviði við gagnagreiningu og miðlun tölfræði úr gagnasöfnum embættisins.
4. nóvember 2022
Skynsamleg notkun sýklalyfja er lykilatriði til þess að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis.
2. nóvember 2022
Nýtt tölublað Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, hefur verið gefið út. Umfjöllunarefnið að þessu sinni er dánartíðni og dánarorsakir árið 2021.
1. nóvember 2022
Gerð var úttekt á réttar- og öryggisgeðdeildum (RÖG) Landspítala að frumkvæði embættis landlæknis. Tilefni úttektarinnar var að fylgja eftir framvindu mála og úrbótum í kjölfar erindis sem embættinu barst í lok nóvember 2020 frá Geðhjálp.