Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
9. desember 2022
Í tilefni af fréttaflutningi vegna niðurstöðu heilbrigðisráðuneytisins frá 2. nóvember 2022 er varðar gjaldtöku embættis landlæknis í tengslum við umsóknir um starfs- og sérfræðileyfi telur embættið nauðsynlegt að koma eftirfarandi á framfæri.
Töluverður fjöldi greinist áfram með COVID-19, inflúensu og RSV hér á landi en greiningum fækkaði þó á milli vikna. Einnig dró úr fjölda þeirra sem þurftu á innlögn að halda vegna þessara sjúkdóma.
Sóttvarnalæknir hefur gefið út á vef embættisins skýrslu um tilkynningarskylda smitsjúkdóma árið 2021 ásamt yfirliti um starfsemi sóttvarnalæknis á árinu.
8. desember 2022
Nýverið kom út skýrsla frá Euro-Peristat um heilsu og líðan nýbura og mæðra þeirra í Evrópu. Fjallað er um skýrsluna í Talnabrunni.
5. desember 2022
Inflúensufaraldur er hafinn þennan veturinn. Ýmsar leiðir eru til að draga úr áhrifum faraldursins.
1. desember 2022
Aukning er í greiningum á inflúensu, einnig er mikið af greiningum á öðrum öndunarfæraveirum og fjöldi innlagna vegna COVID-19 og inflúensu hefur aukist.
Vegna margra fyrirspurna um stöðu mála, sem eru til afgreiðslu hjá embætti landlæknis, vill embættið koma því á framfæri að vegna mikilla anna er fyrirsjáanlegt að tafir verði áfram á afgreiðslu erinda í mörgum málaflokkum hjá embættinu.
Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er 1. desember árlega. Í tilefni dagsins minnum við á að HIV er mikilvægt lýðheilsumál sem hefur áhrif á heilsu og vellíðan milljóna manna um allan heim. Tilgangur dagsins er einnig að sýna samstöðu með þeim sem eru smitaðir.
30. nóvember 2022
Laugardaginn 26. nóvember fór fram verðlaunaafhending á Bessastöðum í tilefni af Forvarnardeginum. Verðlaun hlutu hópur nemenda við grunnskólann Borgarhólsskóla á Húsavík og hópur nemenda við framhaldsskólann Borgarholtsskóla í Reykjavík.
29. nóvember 2022
Í alþjóðlegri birtingu evrópsku hagstofunnar (Eurostat) er gefið til kynna að fjöldi andláta á Íslandi hafi verið 21,5% fleiri í september 2022 heldur en að meðaltali í sama mánuði árin 2016–2019.