Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
8. mars 2019
Í dag staðfesti Veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar sl. Umræddur einstaklingur komst í snertingu við þann aðila sem kom með flugi til Egilsstaða þann 15. febrúar og greindist síðar með mislinga.
It has been confirmed that five cases of measles have been diagnosed in Iceland in the past few weeks. This particular individual was in contact with an infected individual on February 15th in Egilsstaðir.
Fjallað er um mat á líkamlegri og andlegri heilsu eftir kyni, aldri og menntunarhópum í nýjum Talnabrunni
New guidelines regarding vaccination for measles in the East of Iceland and in the Capital area
Ákveðið hefur verið að grípa til ýtrustu varúðarráðstafana og bjóða upp á bólusetningu gegn mislingum á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu eftir að grunur vaknaði í gærkvöldi um fimmta mislingatilfellið. Sýni frá viðkomandi aðila hefur verið sent til rannsóknar og er niðurstöðu að vænta síðdegis í dag.
6. mars 2019
Inflúensa A var staðfest hjá 21 einstaklingi, sem er fækkun miðað við undanfarandi vikur, sjá vef veirufræðideildar Landspítala. Þar af greindust 13 einstaklingar með inflúensu A(H1N1)pdm09 og 8 með inflúensu A(H3N2).
Í tilefni af alþjóðlegri viku um að minnka saltneyslu leggja Norðurlöndin sameiginlega áherslu á að vekja fólk til umhugsunar um saltneyslu sína.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa fjórir einstaklingar greinst með mislinga á Íslandi á þessu ári.
Embætti landlæknis og skimunarráð hafa skilað heilbrigðisráðherra tillögum að breyttu skipulagi á stjórnun, staðsetningu og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum. Landlæknir telur framtíðarlausn á fyrirkomulagi þessara mála nauðsynlega svo skipuleggja megi skimanir til langs tíma.
5. mars 2019
Samantekt á klínískum leiðbeiningum fyrir súrefnisgjöf í heimahúsi: Ráðleggingar og ábendingar um góða klíníska starfshætti.