Gróðureldar í nútíð og framtíð verða meðal umfjöllunarefna á fjórðu námstefnu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem fram fer á 20. og 21. október undir yfirskriftinni Á vakt fyrir Ísland. Björn Traustason, fagstjóri landupplýsinga hjá Skógræktinni, miðlar þar af reynslu sinni af spágerð um útbreiðslu skóga á landinu með hlýnandi loftslagi og starfi að vörnum gegn gróðureldum.