Starfsmenn Lands og Skóga taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi.
Samnorrænar skógarrannsóknir
Samstarf milli landa í Norður Evrópu (á norsku samnordisk skogsforskning, SNS) um að miðla þekkingu, þróa hugmyndir og auðvelda samskipti milli norrænna vísindamanna og kollega þeirra annars staðar í heiminum.
Markmiðið er að hámarka nýtingu rannsóknaniðurstaðna í skógrækt með því að miðla reynslu mismunandi landa.
Þátttakendur frá Skógræktinni eru Edda S. Oddsdóttir, sviðstjóri rannsóknasviðs og Pétur Halldórsson, kynningarstjóri.
Markmið er að afla þekkingar sem styður við upplýstar ákvarðanir um skógrækt með tilliti til áhrifa hennar á kolefnisbindingu, vatnsgæði, líffræðilega fjölbreytni og jarðvegsgæði.
Þátttakandi frá Skógræktinni er Edda S. Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs.
Evrópskt samstarf í vísindum og tæki - COST verkefni
Verkefni á vegum COST (á ensku European cooperation in science and technology) fá styrki frá rannsóknasjóði Evrópusambandsins.
Verkefni um að kortleggja bestu aðferðir við skógrækt til að tryggja samtímis jákvæða byggðaþróun á skógarsvæðum í fjalllendi með viðurkenningu á vistþjónustu skógræktar, bætta aðlögun og þanþol og mildunaráhrif fjallaskóga á loftlagsbreytingar. Verkefnið hófst 2016 og lýkur í lok árs 2020.
Arnór Snorrason, sérfræðingur á Mógilsá, og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðstjóri auðlindasviðs Skógræktarinnar, hafa verið virkir þátttakendur.
Á árinu 2018 koma til landsins á vegum verkefnisins tveir ungir vísindamenn sem munu vinna að því að skilgreina vistkerfisþjónustu kolefnisbindingar skógræktar í bændaskógaverkefnum á Íslandi í samráði við íslensku þátttakendurna.
Aðgerðin miðar að því að bæta viðbúnað gegn ágengum skaðvöldum í trjám með því að fylgjast með evrópskum trjám í útflutningslöndum og byggja upp alþjóðlegt samstarfsnet vísindamanna og eftirlitsaðila. Einnig verður þróaðar samræmdar aðferðir til vöktunar og skaðvaldaþekkingar, auk þess sem kannaðar verða leiðir til að stjórna slíkum rannsóknum og nýta gögnin. Verkefnið hófst 2015 og lauk 2018.
Þátttakendur voru Halldór Sverrisson og Brynja Hrafnkelsdóttir.
Verkefni um líffræðilegan fjölbreytileika í jarðvegi og tengsl við vistfræðilega þjónustu evrópskra skóga. Verkefnið hófst 2014 og lauk í mars 2018. Unnið er í greinaskrifum og lokafundur var haldinn á Spáni í mars.
Þetta verkefni snýst um að veita yfirgripsmikið yfirlit yfir spálíkön sem byggja á skógarúttektum og eru notuð til að meta framboð á viði og lífmassa, aðallega í Evrópulöndum. Það lýsir bæði innlendum og evrópskum kerfum, sett fram af sérfræðingum eða daglegum notendum, til að veita nákvæma innsýn í virkni, takmarkanir og möguleika hvers kerfis, auk framtíðarþróunar á þessu sviði.
Verkefninu lauk formlega 2014 en lokaútgáfa þess, bók með kafla um íslenskar aðstæður, var gefin út 2017.
Þátttaka Íslands í Bonn-áskorunninni var staðfest 2021. Bonn-áskorunin er alþjóðlegt átak um endurheimt skóga á illa grónu landi.
Markmiðið er að endurheimta birkiskóga á 350.000 hekturum fyrir 2030 til að auka kolefnisbindingu, draga úr losun, vernda líffræðilegan fjölbreytileika og styrkja byggðir landsins.
Parísarsáttmálinn
Parísarsáttmálinn er hluti af loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, og Ísland er aðili að honum. Samningurinn leggur áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en landnýting (LULUCF) hefur sérstöðu þar sem hún getur bæði valdið losun og bundið kolefni.
Þátttaka Íslands í Parísarsáttmálanum var staðfest 2019.
Landflokkar LULUCF
Skammstöfunin LULUCF stendur fyrir landnotkun (á ensku land use), landnotkunarbreyting (á ensku land use change) og skógrækt (á ensku forest).
Landflokkar LULUCF eru skóglendi, mólendi, votlendi, ræktarland, þéttbýli og annað land.