Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Alþjóðlegt samstarf

Starfsmenn Lands og Skóga taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi.

Samnorrænar skógarrannsóknir

Samstarf milli landa í Norður Evrópu (á norsku samnordisk skogsforskning, SNS) um að miðla þekkingu, þróa hugmyndir og auðvelda samskipti milli norrænna vísindamanna og kollega þeirra annars staðar í heiminum.

Evrópskt samstarf í vísindum og tæki - COST verkefni

Verkefni á vegum COST (á ensku European cooperation in science and technology) fá styrki frá rannsóknasjóði Evrópusambandsins.

Bonn-áskorunin

Þátttaka Íslands í Bonn-áskorunninni var staðfest 2021. Bonn-áskorunin er alþjóðlegt átak um endurheimt skóga á illa grónu landi.

Markmiðið er að endurheimta birkiskóga á 350.000 hekturum fyrir 2030 til að auka kolefnisbindingu, draga úr losun, vernda líffræðilegan fjölbreytileika og styrkja byggðir landsins.

Parísarsáttmálinn

Parísarsáttmálinn er hluti af loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, og Ísland er aðili að honum. Samningurinn leggur áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en landnýting (LULUCF) hefur sérstöðu þar sem hún getur bæði valdið losun og bundið kolefni.

Þátttaka Íslands í Parísarsáttmálanum var staðfest 2019.

Landflokkar LULUCF

Skammstöfunin LULUCF stendur fyrir landnotkun (á ensku land use), landnotkunarbreyting (á ensku land use change) og skógrækt (á ensku forest).

Landflokkar LULUCF eru skóglendi, mólendi, votlendi, ræktarland, þéttbýli og annað land.