Í dag kvað Hæstiréttur upp dóm í máli um endurupptöku dóms réttarins í máli nr. 74/2012 þar sem J og T höfðu verið sakfelldir fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, sem þeir frömdu í eigin nafni og sem stjórnendur B hf. Endurupptökudómur féllst með úrskurði 21. janúar 2022 á beiðni J og T um endurupptöku málsins hvað þá varðaði.