Í dag kvað Hæstiréttur upp dóm í máli þar sem sú háttsemi ákærða að hafa veist að fyrrverandi kærustu sinni á heimili hennar, ýtt henni þannig að hún féll niður stiga, tekið í hár hennar, skallað hana í höfuðið og tekið hana kverkataki með nánar tilgreindum afleiðingum var talin brot í nánu sambandi en ekki minniháttar líkamsárás eins og gert var í dómi Landsréttar.