Öldungadeild Lögfræðingafélags Íslands heimsækir Hæstarétt
1. apríl 2022
Miðvikudaginn 30. mars sl. heimsótti öldungadeild Lögfræðingafélags Íslands Hæstarétt ásamt Eyrúnu Ingadóttur framkvæmdastjóra félagsins.
Forseti og varaforseti Hæstaréttar ásamt skrifstofustjóra tóku á móti gestunum. Tilgangur heimsóknarinnar var m.a. að fá kynningu á starfsemi og hlutverki Hæstaréttar í kjölfar þeirra breytinga sem urðu á dómskerfinu við stofnun Landsréttar.
Myndin var tekin af því tilefni.