Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
30. janúar 2024
Geislavarnastofnanir Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur hafa gefið út tæknirit (e. technical report) um helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar ákveðið er hvenær hægt er að útskrifa sjúklinga eftir meðferð með geislavirkum efnum.
6. desember 2023
Fjölmiðlar hafa fjallað um áhyggjur vegna öryggismála hjá bresku kjarnorkuvinnslustöðinni í Sellafield.
1. desember 2023
Í dag eru tímamót hjá Geislavörnum ríkisins. Sigurður M. Magnússon hefur látið af störfum sem forstjóri stofnunarinnar og Elísabet Dolinda Ólafsdóttir tekur við sem nýr forstjóri.
2. nóvember 2023
Geislavarnir ríkisins hafa gefið út nýtt rit í formi leiðbeininga um notkun færanlegra röntgentækja við dýralækningar. Þar er m.a. fjallað um hvernig tryggja skuli geislavarnir starfsfólks og annarra við notkun færanlegra röntgentækja við myndatökur af dýrum.
18. október 2023
Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hefur skipað Elísabetu Dolindu Ólafsdóttur forstjóra Geislavarna ríkisins frá 1. desember næstkomandi. Ráðgefandi hæfnisnefnd mat Elísabetu Dolindu mjög hæfa til að gegna embættinu.
6. október 2023
Í ljósi umræðu að undanförnu verður ljósabekkjanotkun ungmenna könnuð síðar á árinu. Þess konar könnun var síðast gerð árið 2016. Ljósabekkjanotkun fullorðinna hefur hins vegar verið könnuð árlega frá árinu 2004, síðast í fyrra. Samkvæmt könnun ársins 2022 var hlutfall fullorðinna sem höfðu notað ljósabekk einu sinni eða oftar á síðustu 12 mánuðum um 6%, þriðja árið í röð. Notkun ljósabekkja fylgir aukin hætta á húðkrabbameini en hættan eykst verulega þegar notkun ljósabekkja hefst fyrir 30 ára aldur.
26. september 2023
Geislavarnir ríkisins hafa nú flutt vef sinn yfir á Ísland.is. Þarfir notanda voru settar í fyrsta sæti við gerð vefsins og að haft að markmiði að auðveldara sé afla sér upplýsinga.
21. júlí 2023
Geislavarnir ríkisins hafa gefið út nýtt rit um Geislun í tölvusneiðmyndum og landsviðmið.
20. júlí 2023
Sérfræðingar Geislavarna ríkisins fylgdust með ferðum kjarnorkuknúins kafbáts í dag.
22. júní 2023
Nú þegar útfjólubláu (UV) geislar sólarinnar eru hvað sterkastir minna Geislavarnir landsmenn á að grípa til sólarvarna þegar þess er þörf.