Fara beint í efnið
Geislavarnir ríkisins Forsíða
Geislavarnir ríkisins Forsíða

Geislavarnir ríkisins

Ný landsviðmið fyrir tölvusneiðmyndir

21. júlí 2023

Geislavarnir ríkisins hafa gefið út nýtt rit um Geislun í tölvusneiðmyndum og landsviðmið.

Geislun í tölvusneiðmyndum og landsviðmið.

Árið 2020 var safnað upplýsingum um lengdargeislun frá öllum tölvusneiðmyndatækjum á landinu og í ritinu eru birt ný landsviðmið sem byggð eru á þeim gögnum.

Stærstur hluti geislaálags vegna læknisfræðilegrar myndgreiningar er vegna tölvusneiðmynda. Þeir sem taka tölvusneiðmyndir eiga að fylgjast með geisluninni og grípa til ráðstafana ef hún er yfir landsviðmiðum sem Geislavarnir ríkisins setja.

Landsviðmið 2023 eru, ólíkt eldri landsviðmiðum, ekki aðeins tengd þeim líkamshluta sem myndaður er heldur einnig ástæðu rannsóknar (ábendingu).

Miðgildi lengdargeislunar fyrir allt landið var undir evrópskum viðmiðum fyrir allar ábendingar og ný landsviðmið (2023) eru lægri en þau sem fyrir voru (2019).

Nýja ritið:

Fjallað er ítarlega um geislun í tölvusneiðmyndum í meistararitgerð Sigurbjargar Sigurðardóttur sem má nálgast í Skemmunni, og í grein sem birtist í Physica Medica fyrr á þessu ári.



Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169