Kjarnorkuknúinn kafbátur við Helguvík
20. júlí 2023
Sérfræðingar Geislavarna ríkisins fylgdust með ferðum kjarnorkuknúins kafbáts í dag.
Sérfræðingar Geislavarna ríkisins fylgdust með ferðum kjarnorkuknúins kafbáts í dag og veittu tæknilega ráðgjöf vegna viðbúnaðar og geislamælinga. Kjarnorkuknúnir kafbátar valda hvorki geislun á umhverfi né fólk þar sem þeir fara um og tilgangur geislamælinga er fyrst og fremst að staðfesta að svo sé.
Sagt var frá heimsókn kafbátsins á Facebook síðu Utanríkisráðuneytisins (færsla frá 20. júlí 2023).
Mynd er fengin frá Facebook síðu Utanríkisráðuneytinu.