Gjaldskrá ISAC
Menningar- og viðskiptaráðuneytið gefur út gjaldskrá ISAC sem birt er í Stjórnartíðindum. Núverandi gjaldskrá nr. 1201/2024 tók gildi 29. október 2024.
Umsóknargjald stendur undir
upplýsingagjöf og leiðbeiningum vegna umsóknar
móttöku, skráningu og yfirferð umsóknar og fylgiskjala
álitsgerð um niðurstöður fyrstu yfirferðar
Prófunarstofa | Grunngjald | 400.000 kr |
Fyrir hverja prófunaraðferð | 160.000 kr | |
Vottunarstofa | Grunngjald | 560.000 kr |
Fyrir hvert vottunarsvið | 160.000 kr | |
Skoðunarstofa | Grunngjald | 400.000 kr |
Fyrir hverja skoðunaraðferð | 160.000 kr |
Þegar um útibú prófunarstofu, vottunarstofu eða skoðunarstofu er að ræða, þar sem fram fer sams konar starfsemi og í aðalstöðvum sem áður hafa hlotið faggildingu, skal greiða 75% af umsóknargjaldi fyrir sérhvert útibú.
Faggildingargjald stendur undir vali á matsmönnum, gerð verk- og tímaáætlunar, mati á gæðakerfi, skýrslugerð, gerð faggildingarskírteinis og stjórn faggildingarinnar.
Fyrir þessa verkþætti er greitt tímagjald í samræmi við fjölda unninna vinnustunda.
Tímagjald er 20.000 kr.
Allur ferðakostnaður greiðist samkvæmt framlögðum reikningi.
Kostnaður vegna sérfræðivinnu við tæknilegt mat greiðist samkvæmt framlögðum reikningi.
Eftirlitsgjald greiðist árlega og stendur undir umsýslu með faggiltum aðila, vali á matsmönnum, gerð verk- og tímaáætlunar, skýrslugerð, stjórn eftirlitsins og álitsgerð um niðurstöður.
Prófunarstofa | Grunngjald fyrir eitt tæknisvið | 560.000 kr |
Fyrir hvert tæknisvið umfram eitt | 84.000 kr | |
Fyrir hverja prófunaraðferð sem tekin er út á árinu | 160.000 kr | |
Vottunarstofa | Grunngjald | 800.000 kr |
Fyrir hvert vottunarsvið | 200.000 kr | |
Skoðunarstofa | Grunngjald fyrir eitt tæknisvið | 560.000 kr |
Fyrir hvert tæknisvið umfram eitt | 84.000 kr | |
Fyrir hverja skoðunaraðferð sem tekin er út á árinu | 160.000 kr |
Þegar um útibú prófunarstofu, vottunarstofu eða skoðunarstofu er að ræða, þar sem fram fer sams konar starfsemi og í aðalstöðvum, skal greiða 30% af eftirlitsgjaldi fyrir sérhvert útibú sem eftirlitsúttekt er gerð á það árið.
Allur ferðakostnaður greiðist samkvæmt framlögðum reikningi.
Kostnaður vegna sérfræðivinnu við tæknilegt mat greiðist samkvæmt framlögðum reikningi.
Fyrir nauðsynlegar úttektir utan reglubundinnar úttektaráætlunar, svo sem vegna eftirfylgni með úrvinnslu frávika eða vegna ófyrirsjáanlegra atvika, skal greiða tímagjald í samræmi við fjölda unninna tíma, sé ekki um annað samið.