Erum við að leita að þér?
ISAC leitar að tæknilegum úttektaraðila fyrir faggiltar skoðunarstofur.
Úttektarstjóri frá ISAC er sérfræðingur í faggildingarferlinu og stýrir úttektarteymi. Hlutverk tæknilegs úttektaraðila er að leggja til faglega sérfræðiþekkingu við úttekt á tæknilegum hluta faggildingar skoðunarstofunnar. Til að öðlast færni sem tæknilegur úttektaraðili fer fram þjálfun hjá ISAC sem felst meðal annars í námskeiðum og handleiðslu.
Að jafnaði er um nokkur verkefni á ári að ræða sem taka um 1-3 daga hvert.
Hæfniskröfur:
- Grunnmenntun
- Nokkurra ára reynsla á viðkomandi tæknisviði, kostur ef þekking er á sviði skoðunar ökutækja
Nánari upplýsingar: isac@isac.is