Fara beint í efnið
Faggilding - ISAC Forsíða
Faggilding - ISAC Forsíða

Faggilding - ISAC

Faggildingarráð

Faggildingarráð er skipað af Menningar- og viðskiptaráðuneytinu til tveggja ára í senn. Ráðherra skipar formann Faggildingarráðs. ISAC setur ráðinu starfsreglur sem ná m.a. til hæfis ráðsfólks, hlutleysis og þagnarskyldu. Störf innan ráðsins eru ólaunuð.

Tilgangur Faggildingarráðs er að tryggja að ISAC uppfylli kröfur laga, reglugerða og alþjóðlegra staðla um aðkomu helstu hagsmunaaðila að faggildingarstarfseminni, og að samræma skilning og túlkun á þeim kröfum sem samræmi er metið við.

Faggildingarráð gegnir einnig veigamiklu hlutverki við að auka tengsl og samráð milli hagsmunaaðila og ISAC. Það er ráðgefandi um almenna starfsemi ISAC, stefnumótun og þróun, og veitir ISAC og ráðuneytinu faglega ráðgjöf um málefni faggildingar.

Faggildingarráð hefur ekki áhrif á ákvarðanir um einstakar faggildingar.

Faggilding - ISAC

ISAC

kt. 520319 2120

Heim­il­is­fang

Katrínartún 4
105 Reykjavík

Hafðu samband

Sími: 580 9400
Netfang: isac@isac.is

Kvart­anir og ábend­ingar

Smelltu hér