Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Barna- og fjölskyldustofa Forsíða
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða

Barna- og fjölskyldustofa

Merki um öryggi

Með framkvæmdaáætlun ríkisins á sviði barnaverndar fyrir árin 2023 – 2027 voru samþykktar umfangsmiklar úrbætur á þjónustu við börn. Hugmyndafræði Merkis um öryggi (e. Signs of safety) var meðal verkefna sem stjórnvöld settu á oddinn.

Gert er ráð fyrir heildrænni innleiðingu Merkis um öryggi í þjónustu við börn og fjölskyldur á landsvísu.

Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2024 hjá Barna- og fjölskyldustofu og hefst formleg innleiðing með námskeiðshaldi og handleiðslu fagfólks haustið 2025. Með þessu móti er verklag og áhættumat um viðbrögð á sviði barnaverndar, stuðningur og ráðgjöf við starfsmenn barnaverndar- og félagsþjónustu efld svo að um munar.

Aðferðin var þróuð í Ástralíu á tíunda áratugnum en hefur undanfarin ár verið innleidd í fjölmörgum löndum sem við berum okkur saman við.

Merki um öryggi er gagnreynd hugmyndafræði í barnavernd og félagsþjónustu sem býður upp á samræmt verklag og verkfæri til að vinna með börnum, foreldrum og tengslaneti þeirra. Lögð er áhersla á samstarf við börn, fjölskyldur og tengslanet á öllum stigum máls, án þess að missa sjónar af öryggi barns. Aðferðin miðar að því að gera barnaverndarsamstarf skiljanlegt, árangursríkt og miða að varanlegum lausnum fyrir börn og fjölskyldur,

Markmiðið er að barnaverndarstarf á Íslandi verði unnið með kerfisbundnari og markvissari hætti. Jafnframt mun innleiðingin auka gæði starfsins og auka á mannréttindi fólks og þátttöku barna í málum er þau varða.