Hlutverk og stefna
Blóðbankaþjónustu er ætlað að tryggja nægilegt magn blóðs á hverjum tíma og uppfylla kröfur um öryggi þess.
er að:
veita örugga blóðbankaþjónustu á landsvísu
veita þjónustu vegna fruma og vefja, líffæraflutninga og stofnfrumumeðferðar
stuðla að nýjungum og framförum með kennslu og rannsóknum á sínu starfssviði og með samstarfi við erlenda og innlenda aðila
gegna mikilvægu hlutverki varðandi kynningu og fræðslu til almennings og blóðgjafa um blóðbankastarfsemi
Blóðbankinn stefnir að því að vera í hópi bestu blóðbanka í alþjóðlegum samanburði og í
fararbroddi íslenskrar heilbrigðisþjónustu.
Blóðbankinn setur örugga og góða þjónustu í öndvegi. Blóðbankinn vill tryggja velferð blóðgjafa og blóðþega með fagmennsku og markvissri miðlun
upplýsinga. Í Blóðbankanum er virkt gæðakerfi, grundvallað á innlendum og alþjóðlegum kröfum, sem tryggir rýni á áhættu, rétt vinnubrögð, gæði og öryggi í framleiðslu og þjónustu.
Blóðbankinn vill skapa aðlaðandi andrúmsloft fyrir blóðgjafa og almenning og stuðla að auknu heilbrigði þeirra. Blóðbankinn framleiðir blóðhluta og veitir þjónustu sem miðar að því að mæta þörfum viðskiptavina sinna á landsvísu. Með fræðslu til samfélagsins vill Blóðbankinn skapa traustvekjandi umgjörð um starf sitt.
Blóðbankinn leggur áherslu á öflugar grunnrannsóknir sem stuðla að framförum og leggja grunninn að nýjungum og bættri þjónustu.
Blóðbankinn ætlar að skapa örvandi og áhugavert starfsumhverfi og um leið laða til sín hæft starfsfólk sem tekur þátt í mótun og þróun starfsins.
Í eftirfarandi lögum eru sérstök ákvæði um Blóðbankann:
Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Þar segir m.a. í 20. grein: „Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Hann veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir alla landsmenn og almenna sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk hans er að: ...6. Starfrækja blóðbanka sem hefur með höndum blóðbankaþjónustu á landsvísu.
Lyfjalög nr. 100/2020. Þar segir m.a. í 6. grein: Hlutverk Lyfjastofnunar er sem hér segir: ... 13. Hafa eftirlit með söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs og gæðum og öryggi við meðhöndlun frumna og vefja úr mönnum. Um eftirlit landlæknis með starfsemi blóðbanka fer skv. VI. kafla laga um heilbrigðisþjónustu og lögum um landlækni. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um starfsemi blóðbanka, skráningu aukaverkana, framkvæmd eftirlits o.fl. í reglugerð.
Reglugerðir um þá þjónustu sem Blóðbankinn sinnir:
Reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs nr. 441/2006
sbr. breytingu (1.) nr. 1024/2007
Reglugerð um gæði og öryggi við meðhöndlun frumna og vefja úr mönnum nr. 1188/2008
Blóðbankinn fylgir Persónuverndarstefnu Landspítala