Gististaðir eru flokkaðir eftir því hvort þar sé boðið uppá veitingar eða áfengisveitingar.
Flokkar gististaða
Flokkur 1: Heimagisting
Flokkur 2: Gististaður án veitinga
Flokkur 3: Gististaður með veitingum en þó ekki áfengisveitingum
Flokkur 4: Gististaður með áfengisveitingum
Tegundir gististaða
Gististaðir skiptast í eftirfarandi tegundir eftir búnaði og aðstöðu.
Hótel:
Gististaður þar sem gestamóttaka er aðgengileg allan sólarhringinn og veitingar að einhverju tagi framleiddar á staðnum. Fullbúin baðaðstaða skal vera með hverju herbergi.
Stærra gistiheimili:
Gististaður með takmarkaða þjónustu þar sem leigð eru út 6 herbergi eða fleiri eða rými fyrir fleiri en 10 einstaklinga. Handlaug skal vera í hverju herbergi og salerni nærliggjandi en gestir þurfa einnig að hafa aðgang að fullbúinni baðaðstöðu.
Minna gistiheimili:
Gististaður með takmarkaða þjónustu þar sem leigð eru út 5 eða færri herbergi eða rými fyrir 10 einstaklinga eða færri. Þetta getur veirð gisting á einkaheimili. Ekki er gerð krafa um handlaug í herbergjum, en gestir skulu hafa aðgang að fullbúinni baðaðstöðu.
Gistiskáli:
Gisting í herbergjum eða svefnskálum. Hér undir falla farfuglaheimili (hostel).
Fjallaskáli:
Gisting í herbergjum eða í svefnskálum staðsettum utan alfaraleiðar og almenningur hefur aðgang að, svo sem skálar fyrir ferðamenn, veiðiskálar og sæluhús.
Heimagisting:
Gisting á lögheimili einstaklings eða einni annarri fasteign í hans eigu sem hann hefur persónuleg not af.
Íbúðir:
Íbúðarhúsnæði sérstaklega ætlað til útleigu til gesta til skamms tíma sem fellur ekki undir húsaleigulög. Hér undir falla starfsmannabústaðir og starfsmannabúðir þegar slíkar byggingar eru ekki leigðar út í tengslum við vinnusamning. Íbúðir félagasamtaka eru undanskyldar.
Frístundahús:
Hús utan þéttbýlis sem er nýtt til tímabundinnar dvalar. Orlofshús félagasamtaka, svo sem stéttarfélaga og starfsgreinafélaga eru undanskilin.
Þjónustuaðili
Sýslumenn