Sækja þarf um leyfi til reksturs gististaða, en þeir eru flokkaðir eftir því hvort þar sé boðið uppá veitingar eða áfengisveitingar.
Vinsamlegast athugið að ef sótt er um í nafni fyrirtækis þarf prókúruhafi að sækja um
Skilyrði fyrir leyfisveitingu
Til þess að fá rekstarleyfi og geta klárað umsóknina þarf umsækjandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði og veita heimild til að viðeigandi gögn séu sótt því til staðfestingar. Þetta á við hvort sem umsækjandi er einstaklingur eða forsvarsmaður fyrirtækis:
Hafa búsetu á Íslandi. Ríkisborgarar ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyingar eru undanþegnir búsetuskilyrðinu.
Vera lögráða og hafa náð 18 ára aldri á umsóknardegi eða 20 ára feli rekstrarleyfi í sér heimild til áfengisveitinga.
Hafa forræði á búi sínu.
Hafa tilkynnt atvinnurekstur til skráningar hjá Skattinum.
Hafa ekki verið sviptur leyfi til rekstrar gististaðar, veitingastaðar eða áfengisveitinga á síðustu fimm árum frá umsókn.
Skulda ekki skatta, opinber gjöld eða iðgjöld í lífeyrissjóð sem nema samanlagt hærri fjárhæð en 1.000.000 kr.
Hafa ekki á síðustu fimm árum gerst sekur um háttsemi sem varðar við almenn hegningarlög, lög um ávana- og fíkniefni, lög um hlutafélög, lög um einkahlutafélög, lög um bókhald, lög um ársreikninga, lög um tekjuskatt, lög um virðisaukaskatt, lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, lög um tryggingagjald né lög þessi sem og reglur settar samkvæmt tilgreindum lögum.
Fylgigögn
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með umsókn um rekstrarleyfi:
Staðfesting fyrri leyfishafa um að hann hafi hætt rekstri, ef við á.
Nákvæm teikning af húsnæði
Varðandi teikningar í Reykjavík: Síðustu samþykktu aðaluppdrættir byggingarfulltrúa er varða rýmið. Hér er hægt að nálgast afgreiddar teikningar byggingarfulltrúa Reykjavíkur: Aðaluppdrættir - FotoWeb 8.0 (reykjavik.is)
Nákvæmar teikningar af húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins: Umsóknaraðilar þurfa að hafa samband við byggingafulltrúa viðkomandi sveitarfélags.
Gildistími og umfang rekstrarleyfis
Rekstrarleyfið er ótímabundið.
Leyfishafi skal tafarlaust tilkynna sýslumanni ef hann hyggst hætta hinni leyfisskyldu starfsemi.
Rekstrarleyfi er bundið við leyfishafa og er á engan hátt framseljanlegt. Þá er rekstrarleyfið jafnframt bundið við hina tilgreindu starfsemi og staðsetningu.
Þjónustuaðili
Sýslumenn