Hvaða stofnanir/fyrirtæki verða að tilnefna persónuverndarfulltrúa?
Umfangsmikil vinnsla
Umfang vinnslu þarf fyrirtækið að meta, til dæmis út frá:
fjölda þeirra einstaklinga sem fyrirtækið skráir eða fyrirhugar að skrá upplýsingar um - annaðhvort út frá tilteknum fjölda eða byggt á hlutfalli miðað við til dæmis íbúafjölda,
magni persónuupplýsinga og/eða tegundum mismunandi persónuupplýsinga sem unnið er með,
tímalengd vinnslustarfseminnar eða varðveislutíma upplýsinganna,
landfræðilegum mörkum vinnslustarfseminnar.